UM KAFFI TORG

Kaffi Torg er kaffihús og veitingastaður á Glerártorgi. Við leggjum metnað í að bjóða upp á góðan og fjölbreyttan mat á hagstæðu verði þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Afgreiðsla Kaffi Torgs er tvískipt.

BISTRO

Á veitingastaðnum eru tilbúnir réttir í borði í hádeginu alla daga vikunnar þar sem boðið eru upp á kjöt- og fiskrétti auk þess sem ávallt er til nýsteiktur kjúklingur. Þá er hægt að fá tvær tegundir af súpu alla daga, nýbakað brauð og salatbar.

 

Á Kaffi Torgi er stór grillseðill þar sem hægt er að fá hamborgara, samlokur, steikur ásamt úrvali smárétta.

Fyrir þá sem vilja hafa hollustuna í fyrirrúmi má finna ávaxtaboost, gænmetisboost og skyrdrykki þá má einnig skipta frönskum út fyrir salat á öllum réttum sem franskar fylgja án nokkurs aukakostnaðar.

 

Þá er nýjast hjá Kaffi Torgi svokallaðir léttir réttir en þar má velja milli rækju, túnfisks, reykts lax eða kjúklingabringu sem borið er fram í bakka með salati, kotasælu og öðru góðgæti. Tilvalið til að taka með sér og eiga sem nesti. 

CAFÉ

Kaffihús með hefðbundnum sem og framandi kaffidrykkjum, frappó, cappuccino, espresso, latte og te. Í kökuborði má finna smurbrauð og ýmsar gómsætar heimagerðar tertur og kökur.
Þá bjóðum við uppá hinar sívinsælu crépes, beyglur, glóðir, ristar og margt, margt fleira.