Kæru viðskiptavinir.

March 16, 2020

 

Við hjá Kaffi Torgi höfum nú gert breytingar í ljósi aðstæðna og fylgjum fyrirmælum stjórnvalda og landlæknis hvað varðar Covid veiruna. Okkur er það hjartans mál að taka þátt sameinuðu verkefni þjóðarinnar í að hefta útbreiðslu og höfum við því gert nokkrar breytingar hjá okkur til að auka öryggi og vernda heilsu ykkar sem og starfsmanna okkar.

  • Frá og með deginum í dag, mánudaginn 16. mars höfum við hætt með salatbarinn okkar (tímabundið) auk þess sem súpa verður ekki lengur afgreidd í sjálfsafgreiðslu heldur verður afgreidd frá afgreiðsluborði

 

  • Hnífapör eru afhent með matar/veitingadiskum – en liggja ekki frammi í sal

 

  • Kaffi er einungis afgreitt af starfsfólki okkar – sjálfsafgreiðsla þess komin í pásu í bili

 

  • Við vatnskönnur eru sótthreinsibrúsar og þurrkur  - biðjum ykkur að nota sótthreinsi og hvetjum ykkur til að nota einnota bréfþurrkur við að skenkja í glösin ykkar vatni

Þá höfum við aukið enn frekar okkar verkferla við þrif: sótthreinsun á borðum, stólbökum, afgreiðsluborðum og öðrum snertiflötum sem og posum – en mælum eindregið með að nota snertilausa afgreiðslu

 

Við erum með stóran og góðan sal og ætti að vera nóg pláss fyrir gesti okkar þó við virðum óskir stjórnvalda með að halda góðri fjarlægð milli ótengdra gesta.

 

Minnum einnig á möguleikann á að taka matinn heim – hægt að hringja og panta og sækja – auk þess sem við minnum á systurfélag okkar Matsmiðjuna – sem er með heimsendingarþjónustu alla daga vikunnar, hádegi sem og kvöld :-) 

 

Eins og við tökum þátt í að framfylgja fyrirmælum stjórnvalda í aðgerðum mælumst við til að við förum einnig eftir orðum þeirra – hættum ekki að lifa – borðum og gerum okkar besta í þessum skrýtnu aðstæðum – en verum þó fyrst og fremst örugg :-) 

 

Hlökkum til að sjá ykkur – kv starfsfólk Kaffi Torgs  

Please reload

HAFÐU SAMBAND

Sími : 462 2200

Póstur:kaffitorg@kaffitorg.is

FYLGDU OKKUR

  • Facebook - Grey Circle

STAÐSETNING

 

Glerártorg, 600 Akureyri

 

© 2015 Búið til fyrir

 Kaffi torg 

eftir Halldór Grétar