Kæru viðskiptavinir

Í ljósi aðstæðna og hertra aðgerða stjórnvalda um samkomubann hefur verið tekin sú erfiða ákvörðun um að loka Kaffi Torgi tímabundið frá og með þriðjudeginum 24. mars þar til óhætt er að opna á ný.

Við bendum á systurfélög okkar, Heita Matinn í Hrísalundi og Matsmiðjuna en þar mun starfssemin halda óbreytt að svo stöddu.

Á báðum stöðum er hægt að sækja bakkamat en við að bjóðum að sjálfsögðu einnig upp á heimsendingu.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 462-2200 og á heimasíðu Matsmiðjunnar www.matsmidjan.is

Okkur þykir mjög miður að þurfa að fara í þessar aðgerðir en til að tryggja öryggi starfsmanna okkar og ykkar viðskiptavina okkar er annað ekki hægt í ljósi aðstæðna.

Við hlökkum til að opna aftur á ný og þjónusta ykkur þegar lífið hefur komist í réttar skorður á ný.

 

Bestu kveðjur, starfsfólk Kaffi Torgs

Við hjá Kaffi Torgi höfum nú gert breytingar í ljósi aðstæðna og fylgjum fyrirmælum stjórnvalda og landlæknis hvað varðar Covid veiruna. Okkur er það hjartans mál að taka þátt sameinuðu verkefni þjóðarinnar í að hefta útbreiðslu og höfum við því gert nokkrar breytingar...

Mánudagurinn 16. mars

 • Ofnbakaður þorskur með sesammarineringu og sætum kartöflum

 • Hakk og spaghetti

Þriðjudagurinn 17. mars

 • Fiskibollur með karrýsósu, kartöflum og grænmeti

 • Reykt folaldakjöt með uppstúf, kartöflum og grænum baunum

Miðvikudagurinn 18. mars

 • Egghjúpaður fiskur með smælki, bernaissósu og ofnbökuðu blómkáli

 • Grísapottréttur með hrísgrjónum og  grænmeti

Fimmtudagurinn 19. mars

 • Plokkfiskur með kartöflum, rúgbrauði og soðnum gulrótum

 • Lambalæri með bakaðri kartöflu, sósu og grænmeti

Föstudagurinn 20. mars

 • Bleikja með mangósalsa, tómatrisotto og smjörsósu

 • Úrbeinuð kjúklingalæri með sveppasósu, kartöflubátum, heimalöguðu hrásalati og maís

Laugardagurinn 21. mars

 • Gratineraður fiskur með karrýrjómasósu, sveppum og ananas ásamt salati

 • Hvítlauksmarineraður grísahnakki með rauðvínssósu og kryddkartöflum

Sunnudagurinn 22. mars

 • Steiktur fiskur í raspi með kartöflum, remúlaði, hrásalati og súrum gúrkum

Mánudagurinn 9. mars

 • Bakaður þorskur með engifer og límónusmjöri og kartöflusalati

 • Svikinn héri með stöppu og brúnni sósu

Þriðjudagurinn 10. mars

 • Ofnbakaður fiskur með rjómaosti og eplum og salati

 • Lambaframpartur fylltur með beikoni og sveppum, röstí kartöflur og rauðvínssósa

Miðvikudagurinn 11. mars

 • Pönnusteikt langa með heitri rjómasósu og kryddkartöflum

 • Kjúklingalundir með pennepasta, basilpesto, baunum og ertum

Older Posts >

Please reload

 

HAFÐU SAMBAND

Sími : 462 2279

kaffitorg@kaffitorg.is

FYLGDU OKKUR

 • Instagram Social Icon
 • Facebook Social Icon

STAÐSETNING

 

Glerártorg, 600 Akureyri

 

© 2015 Búið til fyrir

 Kaffi torg 

eftir Halldór Grétar/Ester Stefáns

 
 
KaffiTorg

Kaffi Torg